Spurt og svarað

10. nóvember 2020

Lyft og brjóstagjöf

Hæhæ, ég er með mánaðar gamlan strák sem er á brjósti en fær pela annað slagið líka. En ég var að velta því fyrir mér hvenær ég mætti byrja að taka lyft (nikótín púða í vörina) aftur. Einhverstaðar heyrði ég að það mætti fá sér í vörina og bíða í 3 tíma áður en að maður gefur næst, er það satt? Lyft kemur í nokkrum styrkjum en ég myndi þá fá mér þær sem eru með minna nikotíni

Sæl
Best er að sleppa allri notkun á nikótín ef mögulegt er. Nikótín getur haft áhrif á mjólkurframleiðslu þar sem það minnkar framleiðslu á prolaktíni. Börn mæðra sem nota nikótín eru einnig líklegri til þess að fá kveisu og hætta fyrr á brjósti.

Ef ekki er mögulegt að sleppa nikotíni er mælt með því að nota það strax eftir brjóstagjöf og bíða svo í a.m.k. 1,5-2 klst. til þess að styrkur þess í brjóstamjólkinni sé sem lægstur. Nikótín eftir notkun á snus hefur mælst í brjóstamjólk meira en fjórum klukkustundum eftir notkun. Styrur þess er þó mestur fyrsta 1,5 klukkutímann. Ein sænsk rannsókn gefur til kynna að snus (nikótín notað í vör) sé lengur að fara úr brjóstamjólk en nikótín eftir reykingar (þó svo að fleiri skaðleg efni séu í sígarettum).

Landlæknir mælir með að bíða með brjóstagjöf í a.m.k 1,5 klst. eftir notkun á nikótíni

Bestu kveðjur

Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.