Get ég valið hvaða ljósmóður ég vil fá í heimaþjónustu?

15.10.2006

Sælar!

Hvernig er það, get ég valið hvaða ljósmóður ég vil fá í heimaþjónustu? Ég á von á þriðja barninu mínu og var svo heppin að sama yndislega ljósmóðirin tók á móti fyrstu tveimur börnunum mínum. Ég sá að hún sinnir heimaþjónustu í mínu sveitarfélagi þannig að ég var að velta fyrir mér hvort ég geti beðið um hana sérstaklega í heimaþjónustu þó hún verði ekki á vakt upp á deild þegar ég fæði?

 


 

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Þú getur valið þér ljósmóður og ættir bara að hafa samband við þessa ljósmóður og athuga hvort hún er ekki tilbúin að sinna þér í heimaþjónustu. Á vef Ljósmæðrafélags Íslands er listi yfir ljósmæður sem sinna heimaþjónsutu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
15. október 2006.