Spurt og svarað

01. febrúar 2008

Grátur eftir fæðingu

Sælar og takk fyrir góða síðu!  Einhverra hluta vegna get ég ekki opnað andlega líðan á sængurlegu.

Það er komin tæp vika síðan ég átti og hefur mér liðið bara vel.  Hins vegar í kvöld fékk ég smá leiða og byrjaði að hágráta, út af engu.  Ég hef verið að sofa vel miða við aðstæður og ekkert vesen á prinsessunni minni. Þetta er mér ekkert ofviða og ég veit ekkert yndislegra en að hugsa um hana.  Samt sit ég hér og græt og græt út af engu...  Ég fékk svona grátkast á 3 degi í smá stund en þá var ég svo rosalega þreytt að ég tel það ekki með.  Er þetta eitthvað sem ég á að hafa áhyggjur af?  Er þetta eðlilegt?  Ef þetta heldur áfram, hvert á ég að leita?

Kveðja
ein smá niðurdregin


 

Komdu sæl og takk fyrir ábendinguna, við lögum þetta.

Sennilega er þetta nú bland af þreytu og hormónabreytingum sem verða svona á fyrstu vikunni og er alveg eðlilegt.  Þetta getur staðið í 2-3 daga svo þú skalt sjá aðeins til.  Ef þér finnst þetta ekkert lagast skaltu tala um þetta við hjúkrunarfræðinginn sem kemur til þín í ungbarnaverndina eða panta þér tíma hjá heimilislækni.  Þau geta svo vísað þér áfram ef þú þarft á því að halda.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
1. febrúar 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.