Heimaþjónusta ljósmæðra

06.11.2005

Þarf að hafa samband við þá ljósmóður sem óskað er eftir að sinni heimaþjónustu eftir fæðingu með einhverjum ákveðnum fyrirvara?

.............................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það er ágætt að vera búin að hafa samband við ljósmóðurina ef þú óskar eftir því að ákveðin ljósmóðir sinni þér. Hún getur þá sagt til um hvort líkur séu á að hún geti sinnt þér miðað við áætlaðan fæðingartíma. Eins og þú veist þá er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hvenær þú fæðir og svo er auðvitað aldrei hægt að vera 100% viss um að þú getir farið það snemma heim að þú njótir heimaþjónustu.

Flestar konur eru ekki búnar að hafa samband við heimaþjónustuljósmóðurina fyrir fæðingu og þá sjá ljósmæðurnar á sjúkrahúsinu um að útvega ljósmóður til að sinna heimaþjónustu. Ef konur hafa óskir um ákveðna ljósmóður þá er leitað til hennar fyrst.

Vona að allt gangi.

Yfirfarið 19.6.2015