Spurt og svarað

06. nóvember 2005

Heimaþjónusta ljósmæðra

Þarf að hafa samband við þá ljósmóður sem óskað er eftir að sinni heimaþjónustu eftir fæðingu með einhverjum ákveðnum fyrirvara?

.............................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það er ágætt að vera búin að hafa samband við ljósmóðurina ef þú óskar eftir því að ákveðin ljósmóðir sinni þér. Hún getur þá sagt til um hvort líkur séu á að hún geti sinnt þér miðað við áætlaðan fæðingartíma. Eins og þú veist þá er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hvenær þú fæðir og svo er auðvitað aldrei hægt að vera 100% viss um að þú getir farið það snemma heim að þú njótir heimaþjónustu.

Flestar konur eru ekki búnar að hafa samband við heimaþjónustuljósmóðurina fyrir fæðingu og þá sjá ljósmæðurnar á sjúkrahúsinu um að útvega ljósmóður til að sinna heimaþjónustu. Ef konur hafa óskir um ákveðna ljósmóður þá er leitað til hennar fyrst.

Vona að allt gangi.

Yfirfarið 19.6.2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.