Spurt og svarað

23. apríl 2007

Heimaþjónusta ljósmæðra

Góðan dag!

Mig langaði að spyrja hvaða ljósmóðir það er sem kemur í heimavitjanir eftir að barnið fæðist. Er það ljósmóðirin sem maður fór í meðgönguvernd til eða er það ljósmóðirin sem tók á móti barninu? Eða er það kannski bara sérstakur hópur ljósmæðra sem sér um heimavitjanirnar?

Bestu kveðjur og takk fyrir frábæran vef! Barn í september

 


Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Ljósmæður sem vinna við heimaþjósustu fyrstu vikuna eftir fæðingu vinna sjálfstætt og eru flestar í vinnu annarsstaðar líka.  Þannig getur verið að ljósmóðirin sem er með þig í meðgönguverndinni sé líka að sinna heimaþjósnustu eða sú sem tekur á móti hjá þér.  Ef þú hefur einhverjar sérstakar óskir þá er um að gera að nafna það við þá ljósmóður sem þú vilt að komi heim til þín en annars skipta þær svolítið hverfum á milli sín.  Ef þú hefur enga sérstaka í huga þá verður fundin ljósmóðir áður en þú ferð heim úr Hreiðrinu eða sængurkvennadeildinni.

Hér á síðunni eru nöfn þeirra ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu og upplýsingar um hvaða hverfum þær sinna.  Einnig eru símanúmer ljósmæðranna þarna þannig að konur geta notað listann til að velja sér heimaþjósnustuljósmóður ef þær vilja.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. apríl 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.