Heimaþjónusta ljósmæðra - tvíburar

15.03.2010

Sæl!

Hversu lengi mega tvíburamömmur liggja inni til að eiga rétt á heimaþjónustu ljósmæðra? Gildir það sama um þær og einburamæður?Sælar!

Tvíburamæður mega liggja inni í sængurlegu á sjúkrahúsi allt að 36 klst frá fæðingu ef fæðing er eðlileg og allt að 48 klst ef fæðing er með keisaraskurði. Reiknað er með því að tvíburamæður fái lengri vitjun í einu í samanburði við einburamæður í allt að 8 skipti eftir heimkomuna.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
15. mars 2010.