Heimaþjónusta ljósmóður eftir fæðingu á Akranesi

16.02.2010

Góðan dag.

Ég bý í Reykjavík en hafði hugsað mér að fara upp á Akranes til að eiga barnið mitt, núna í júní.  Ég var að heyra að ef ég geri það, þá missi ég réttinn á að fá ljósmóður í heimaþjónustu eftir fæðinguna.  Er þetta rétt?

Kv. Arna

 


Sæl Arna.

 

Þú hefur rétt á heimaþjónustu í Reykjavík ef þú ferð heim af fæðingardeild 24 tímum eftir fæðingu eða í allra síðasta lagi 36 tímun eftir fæðinguna.  Þetta á við um allar fæðingastofnanir hvort sem eru á Reykjavíkursvæðinu eða ekki. 

Ef þú hinsvegar liggur sængurlegu á Akranesi í 2-3 daga fellur þessi réttur niður.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
16. febrúar 2010.