Heimaþjónustuljósmæður

09.10.2012

Ég hef verið að reyna að afla mér upplýsinga um heimaþjónustuljósmæður. Mér var bent á að það væri hægt að sjá lista yfir ljósmæður í heimaþjónustu þar sem maður gæti valið sér ljósmóður til að sjá um sig. Ég er búin að reyna að skoða lista á félagsvef ljósmæðrafélags Íslands en ég get ekki opnað þann link. Vitið þið um einhvern annan stað þar sem hægt er að sjá þennan lista?
Bestu kveðjur Erna
Sæl Erna!
Við hjá ljósmæðrafélaginu höfum verið að uppfæra vefinn okkar og nú ætti listinn að virka vel. Það er hægt að velja svæði innan höfuðborgarsvæðisins og landssvæði, hér er slóðin: http://www.ljosmaedrafelag.is/thjonusta/heimathjonusta/heimathj-ljosm

 

Bestu kveðjur,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. október 2012