Spurt og svarað

28. júní 2009

Heimsóknir feðra

Sælar!

Ég er að fara að eignast mitt fyrsta barn eftir nokkrar vikur með manni sem ég er ekki í sambandi við. Hann ætlar að vera viðstaddur og allt í lagi með það en ég er svolítið að velta því fyrir mér hvað gerist þegar barnið er fætt. Ég vil eiginlega bara fá að hvílast í friði og jafna mig og þar sem hann er ekki maki minn vil ég ekki hafa hann „hangandi“ yfir mér. Hvernig eru vinnureglur í sambandi við þetta? Mega feður vera í heimsókn eins og þeir vilja því þeir eru feður eða ræður konan þessu?

Einnig hef ég talsverðar áhyggjur af því að hann (eða starfsmaður) geti bara tekið barnið og farið með úr minni augsýn. Er það almennt leyft eða gert án þess að móðir gefi samþykki sitt t.d. þegar hún er sofandi?

Bestu kveðjur, júlíbumba.


Sæl og blessuð!

Að sjálfsögðu átt þú sjálf að geta takmarkað heimsóknir og það á enginn að fara með barnið úr þinni augsýn nema með þínu samþykki.

Þegar barnið er fætt er best að ræða um þessi mál við starfsfólk deildarinnar.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. júní 2009.


 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.