Spurt og svarað

27. október 2013

Hvað er sængurkvennagrátur?

Sæl, Við eigum von á okkar fyrsta barni og höfum heyrt talað um "sængurkvennagrát". Getur þú sagt mér eitthvað um þetta og hvað hægt sé að gera ef ég fæ þessa upplifun eftir fæðingu barnsins. Takk fyrirSæl vertu og til hamingju með þungunina ykkar.
Bestu þakkir fyrir fyrirspurnina. Í ágætum 
bæklingi hér á vefnum okkar segir svo:
Sængurkvennagrátur er skammvinnt og eðlilegt ástand sem einkennist af skapsveiflum, dapurleika, pirringi, kvíða, einbeitingarskorti, svefnleysi og grátköstum. Sængurkvennagrátur byrjar hjá 40 - 80% sængurkvenna á 2. – 3. degi eftir fæðingu. Einkennin ná yfirleitt hámarki á 5. degi og hverfa innan tveggja vikna (Laufey Ólöf Hilmarsdóttir, 2010).
Einnig er
hér góð grein um sama efni sem lýsir vel einkennum andlegrar vanlíðunar eftir fæðingu, rétt eins og bæklingurinn hér að framan. Rétt er að geta þess að konur geta líka fundið svipuð einkenni og hér er lýst, á meðgöngu. Það er um að gera að tala við ljósmóðurina í mæðraverndinni ef þér líður illa eða hefur áhyggjur af andlegri líðan þinni. Eftir fæðingu er hægt að leita til ljósmæðra á fæðingardeildum eða til þeirra sem sinna heimaþjónustu, og fá þær til að leiðbeina sér ef þörf krefur í tengslum við andlega vanlíðan og fá þá aðstoð sem þörf er á, rétt eins og með önnur vandamál.
Gangi þér vel á meðgöngunni


Björg Sigurðardóttir,
ljósmóðir,
27. október 2013.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.