Hve fljótt get ég farið heim eftir fæðingu?

25.01.2008

Hæ, hæ og takk fyrir frábæran vef sem ég kíki inn á daglega!

Ég geng með mitt fjórða barn og hefði helst viljað eiga heima í þetta sinn en þar sem við hjónin erum ekki alveg sammála ætla ég að eiga niður frá en langar að vita hve fljótt getum við farið heim ef allt gengur að óskum?


Sæl og blessuð!

Ég geng út frá því að þú sért að meina Landspítalann. Hvort sem þú fæðir í Hreiðrinu eða á fæðingardeildinni þá er miðað við að kona og barn séu í eftirliti á sjúkrahúsinu í að lágmarki 6 klukkustundir eftir fæðingu. Þannig að ef allt gengur að óskum þá getið þið farið heim eftir 6 tíma.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. janúar 2008.