Kekkir í úthreinsun 4 dögum eftir fæðingu

04.05.2008

Sælar og takk fyrir góðan vef!

Ég átti lítinn dreng fyrir 4 dögum og er búin að ná mér nokkuð vel á strik síðan. Það veldur mér smá áhyggjum að í úthreinsuninni eru þykkir og stórir kekkir (2-5 cm í þvermál). Ég finn hvergi minnst á þetta. Er þetta eðlilegt eða eitthvað sem ég ætti að láta athuga?

Bestu kveðjur, nýbökuð mamma.


Sæl!

Það sem þú ert að tala um eru blóðlifrar, sem er hálfstorknað blóð sem hefur safnast fyrir í leginu og skilar sér svo út.  Þetta er ekki hættulegt og sést oft á þessum alfyrstu dögum eftir fæðingu. Hins vegar ef þetta heldur áfram í miklu magni næstu daga eða fer að aukast skaltu hafa samband við ljósmóður eða lækni.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. maí 2008.