Skírn í sængurlegu

08.01.2008

Sæl.

Mig langar að spyrja hvort enn í dag sé það í boði að skíra barn í kapellu Landspítalans áður en maður fer heim af sængurkvennagangi og hverjar séu reglurnar fyrir slíkri skírn (t.d. takmörkun gesta). Ég geri ráð fyrir að liggja á sængurkvennagangi eftir keisaraskurð og langar að skíra barnið meðan ég verð þar eða áður en ég fer heim.

  

Jú það er rétt það er hægt að skíra barnið í sængurlegu. Það er langbest að hafa samband við sjúkrahúsprestinn varðandi tilhögun þess. Hann/hún ætti að geta sagt þér til um gestafjölda og svo framvegis.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. janúar 2008.