Sveppasýking stuttu eftir fæðingu

24.01.2008

Sælar!

Ég var að eiga stelpu 6 janúar síðastliðinn sem var tekin með keisara. Ég er með svakalega sveppasýkingu núna. Má ég nota stíla?


Sæl og til hamingju með stelpuna!

Þér er óhætt að nota stíla og krem sem þú getur fengið án lyfseðils í apótekinu. Kíktu líka á ráðin okkar hér á síðunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. janúar 2008