Spurt og svarað

22. október 2010

Vafningar eftir fæðingu

Sælar ljósmæður!

Mig langar að spyrja út í efni sem ég hef hvergi fundið neitt um. Eldri kona sagði mér frá því að áður hafi hún (og aðrar konur á þeim tíma) alltaf fengið vafninga um sig eftir fæðingu - en svo hafi því verið hætt þegar hún átti síðasta barnið. Þetta átti að flýta fyrir því að konan gengi saman skilst mér. Hvað segja vísindin í dag? Gerði þetta eitthvað gagn - eða kannski ógagn?

Takk fyrir góðan vef :o)


Sæl og blessuð!

Þetta er mjög skemmtileg spurning. Ég veit ekki til þess að þetta sé gert hér á landi í dag og ekki kennt í ljósmæðranáminu. Ég heyrði fyrst um vafninga á ráðstefnunni „Midwifery Today“ fyrir nokkrum árum frá mexíkanskri ljósmóður. Þegar hún lýsti þessu fyrir okkur hljómaði þetta eins og notalegt dekur fyrir hina nýbökuðu móður og ég get ekki ímyndað mér að þetta geti gert ógagn. Því miður finn ég ekkert um það í fljótu bragði hvort gagnsemi vafninga hafi verið könnuð með rannsóknum. Kannski veit einhver sem les þetta meira um málið.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. október 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.