Spurt og svarað

21. febrúar 2010

13 mánaða mikið á brjósti

Sælar og blessaðar kæru ljósmæður!

Ég er með þriðja barnið mitt, 13 mánaða stelpu á brjósti. Hún dafnar vel en ég hef áhyggjur af einu. Hún er lítil matmanneskja og erfitt að koma í hana mat. Ég gef henni lýsi og reyni að velja næringarríkan mat en það fer lítið ofan í hana. Á ég að hafa áhyggjur? Hún fær brjóst oft á dag, alltaf þegar hún biður um. Í raun held ég að hún fái brjóst eftir hverja máltíð og líka á milli mála. Hún sofnar á brjósti og fær sér sopa einu sinni á nóttu. Mér sýnist að brjóstamjólkin sé því enn aðalfæðan hennar. Er það í lagi? Ég hef spurt hjúkrunarfræðinginn í ungbarnaverndinni en hún gaf mjög loðin svör.

Bestu  kveðjur, V.


 

Sæl og blessuð V!

Það þarf ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu. Hún er jú byrjuð að borða og magnið eykst smátt og smátt hjá sumum börnum en hraðar hjá öðrum. Brjóstamjólkin er greinilega hennar aðalfæða ennþá og það er í góðu lagi. Þú þarft aðeins að gæta þess að maturinn innihaldi nægilegt járn og vítamín fyrir hana. Sumum börnum gengur betur að byrja aukamáltíðir sem byggja meira á vökva. Bjóddu henni því safa eða vatn þegar hún virðist þyrst.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
21. Febrúar 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.