Spurt og svarað

04. október 2009

15 mánaða, síðasta brjóstagjöf

Sælar kæru ljósmæður!

Og takk fyrir frábæran vef sem hefur reynst mér vel. Nú er svo komið að litlan mín hefur verið á brjósti í 15 mánuði og er ég þakklát fyrir þann tíma. Ég ákvað fyrir þremur mánuðum að fækka gjöfunum og var farið mjög rólega í það. Hún hefur núna fengið kvöld og næturgjafir í 2 mánuði. Fyrir fimm dögum ákvað ég að taka út kvöldgjöfina. Það hefur reynst afar erfitt. Litlan grætur í 2-4 tíma áður en hún lognast útaf og þetta er einstaklega erfitt fyrir fjölskylduna. Við vorum búin að  vinna í því að koma henni í góða rútínu fyrir svefninn og hún var farin að sofa alla nóttina án næturgjafar. Ég gafst til dæmis upp í gær og gaf henni brjóst áður en hún sofnaði. Hvernig get ég gert þetta á jákvæðari hátt fyrir okkur. Við erum gersamlega úrvinda eftir barning kvöldsins.

Með kveðju. Koalamamma.


 

Sæl og blessuð Koalamamma!

Já, þetta getur verið erfiður tími og því sjálfsagt að leita leiða til að gera hann auðveldari. Kannski hefurðu tekið út kvöld og næturgjafir of þétt. Það hljómar í það minnsta eins og þetta barn sé ekki tilbúið að sleppa kvöldgjöf. Þau verða raunverulega tilbúin á ákveðnum tíma til að sleppa gjöfum. Haltu gjöfinni inni áfram í 2-3 vikur og prófaðu þá aftur.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
4.október 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.