Spurt og svarað

22. febrúar 2015

18 mán. á brjósti og ný þungun

Hæ hæ!

Ég var að fá jákvætt þungungarpróf í morgun og ætti skv. útreikningum ykkar að vera komin tæpar 5 vikur. En þannig er mál með vexti að ég á einn 18 mánaða kút sem er brjóstasjúkur. honum finnst svo svakalega gott að fá sér brjóst og hann fær það alla morgna og á kvöldin áður en hann fer að sofa. Það sem ég hef áhyggjur af er hvernig ég get tæklað það að láta hann hætta á brjósti þar sem mér finnst mjólkin hafa minnkað undanfarna daga. Og hann er orðinn mjög pirraður á brjóstinu þar sem að það kemur svo lítið. Eruð þið með einhver ráð handa mér?
Sæl og blessuð og til hamingju með nýja þungun!

Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að venja barnið af brjósti þótt ný þungun sé komin til. Barnið getur orðið pirrað í nokkra daga en það er yfirleitt talið vera vegna bragðbreytinga á mjólkinni. Það jafnar sig svo aftur. En ef þú ert staðráðin í að hætta þessari brjóstagjöf er ráðlegt að taka fyrst út daggjöfina. Láta líða um viku áður en þú tekur út kvöldgjöfina. Gefa annað hvert kvöld nokkur skipti og hætta svo alveg. Þú getur boðið vatn í stútkönnu í staðinn eða eitthvað annað fljótlegt sem honum finnst gott.

Gangi þér sem best.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. febrúar 2015.

 


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.