Spurt og svarað

10. desember 2011

5 eða 6 mánaða brjóstagjöf eingöngu

Halló!

Með bæði börnin mín (3 mánaða og 3 ára) var planið að hafa þau eingöngu á brjósti fyrstu sex mánuðina eins og ég hélt að væri mælt með. Í bæði skiptin þá fór ungbarnaverndin að hvetja til að gefa þeim graut við 5 mánaða aldur. Þetta var ekki sama heilsugæslustöð einu sinni. Það sama heyri ég frá vinkonum mínum. Þeim er yfirleitt sagt að byrja að gefa þeim að borða fimm mánaða. Þessi börn eru að þyngjast eðlilega og allt í lagi með brjóstagjöfina. Er almennt farið að miða við fimm mánaða aldur?

 


Sæl og blessuð!

Nei, það er ekki mælt með annarri fæðu við 5 mánaða aldur. Það er mælt með á alþjóðavísu að hafa börn á brjósti til 6 mánaða eingöngu og fara þá að kynna aðra fæðu fyrir þeim. Tíminn getur haft mikið að segja fyrir ónæmiskerfi barnanna. Ég get ekki svarað hvers vegna ungbarnaeftirlitið fer ekki eftir þessu.

Með bestu kveðju.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. desember 2011.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.