Spurt og svarað

05. september 2009

6 daga pása á brjóstagjöf

Sælar!

Þannig er mál með vexti að eftir 2 og hálfa viku þarf ég að fara erlendis í tæpa viku vegna vinnu. Ég er með rúmlega 4 mánaða stelpu sem hefur eingöngu verið á brjósti og allt hefur gengið mjög vel allt frá fyrsta degi. Hvernig er best fyrir mig að bera mig að? Það er ekki hægt að taka hana með. Get ég sett hana á þurrmjólk í þessa tæpa sex daga, mjólkað mig reglulega úti og síðan byrjað aftur þegar ég kem heim?

Kær kveðja,Sólveig.

 


Sæl og blessuð Sólveig!

Best er að mjólka sig áður en farið er í ferðina til að eiga mjólk handa henni á meðan þú ert í burtu. Þó að það sé kannski bara að hluta til það sem hún þarf þá sparar það pössunaraðilanum nokkur vandamál. Síðan er fínt að gera eins og þú leggur til, að mjólka þig úti og byrja aftur þegar þú kemur heim.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. september 2009

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.