6 daga pása á brjóstagjöf

05.09.2009

Sælar!

Þannig er mál með vexti að eftir 2 og hálfa viku þarf ég að fara erlendis í tæpa viku vegna vinnu. Ég er með rúmlega 4 mánaða stelpu sem hefur eingöngu verið á brjósti og allt hefur gengið mjög vel allt frá fyrsta degi. Hvernig er best fyrir mig að bera mig að? Það er ekki hægt að taka hana með. Get ég sett hana á þurrmjólk í þessa tæpa sex daga, mjólkað mig reglulega úti og síðan byrjað aftur þegar ég kem heim?

Kær kveðja,Sólveig.

 


Sæl og blessuð Sólveig!

Best er að mjólka sig áður en farið er í ferðina til að eiga mjólk handa henni á meðan þú ert í burtu. Þó að það sé kannski bara að hluta til það sem hún þarf þá sparar það pössunaraðilanum nokkur vandamál. Síðan er fínt að gera eins og þú leggur til, að mjólka þig úti og byrja aftur þegar þú kemur heim.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. september 2009