9 mán. síðan brjóstagjöf lauk og enn lekur

10.09.2009

Sæl!

Ég er mikið forvitin. Það eru núna 9 mánuðir síðan ég hætti með dóttir mína á brjósti og það koma ennþá hvítir dropar af og til úr brjóstinu, sérstaklega ef ,,heimaleikfimin" er stunduð. Er þetta eðlilegt?


 

Sæl og blessuð!

Já, þetta er fullkomlega eðlilegt. Þetta getur staðið yfir í ár eða jafnvel lengur. Gættu þess bara vel að ýta ekki undir þetta með því að vera kreista út eða „gá“ að þessu reglulega.

Með bestu kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. september 2009.