Spurt og svarað

10. júlí 2006

Á ég að vekja hann til að gefa brjóst?

Hæ, hæ!

Ég er í dálitlum vandræðum með lillann minn sem er bara nokkurra daga gamall hann sefur 5-6 tíma í senn og er svo alveg trylltur úr hungri þegar hann vaknar, ég hef heyrt að það sé gott að vekja börn á 3-4 tíma fresti til að gefa þeim brjóst en ég hef þó fengið mjög misvísandi upplýsingar.Þegar ég lá á spítalanum þar sem ein sagði að ég ætti að vekja hann og önnur sagði að ég ætti alls alls ekki að vekja hann og nú veit ég ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga.


Sælar!

Þar sem hann er svona ungur - þá myndi ég vekja hann á u.þ.b. 4 tíma fresti yfir daginn og fram eftir kvöldi en leyfa honum að sofa lengur yfir nóttina. Ef það líða 6 tímar eða lengra á milli gjafa þá getur mjólkin minnkað í brjóstunum.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. júlí 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.