Á ég að vekja hann til að gefa brjóst?

10.07.2006

Hæ, hæ!

Ég er í dálitlum vandræðum með lillann minn sem er bara nokkurra daga gamall hann sefur 5-6 tíma í senn og er svo alveg trylltur úr hungri þegar hann vaknar, ég hef heyrt að það sé gott að vekja börn á 3-4 tíma fresti til að gefa þeim brjóst en ég hef þó fengið mjög misvísandi upplýsingar.Þegar ég lá á spítalanum þar sem ein sagði að ég ætti að vekja hann og önnur sagði að ég ætti alls alls ekki að vekja hann og nú veit ég ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga.


Sælar!

Þar sem hann er svona ungur - þá myndi ég vekja hann á u.þ.b. 4 tíma fresti yfir daginn og fram eftir kvöldi en leyfa honum að sofa lengur yfir nóttina. Ef það líða 6 tímar eða lengra á milli gjafa þá getur mjólkin minnkað í brjóstunum.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. júlí 2006.