AB mjólk og brjóstagjöf

05.05.2009

Sá fyrirspurn um AB-mjólk á meðgöngu hér áðan og fór þá að velta fyrir mérhvort að það sé í lagi að drekka vel af henni meðan maður er með barn á brjósti? Finnst hún nefnilega alveg rosalega góð og fer svo vel í magann á mér sem að er oft slæmur.

Með fyrir fram þökk um svör. Verðandi móðir

 


Sæl og blessuð verðandi móðir.

Jú, Það er í góðu lagi að drekka AB mjólk með barn á brjósti. Og ekki verra að líða vel í maganum.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. maí 2009.