Ábót á kvöldin

03.08.2011
Sælar!
Ég er með einn 10 vikna og hann er eingöngu á brjósti. En mér finnst ég vera frekar tóm á kvöldin og hann bara hangir á hjá mér. Ég er farin að spá í hvort ég ætti að gefa honum smá ábót um svona kvöldmatarleytið. Hvort er betra að gefa honum smá þurrmjólk með eða smá graut?
 
Sæl og blessuð!
Það síðasta sem barnið vantar er ábót. Þetta er algjörlega eðlilegt ástand að brjóstin virki mýkri og léttari seinni hluta dagsins. Það er þá sem þau framleiða næringarríkustu mjólkina. Hún er hins vegar minni að rúmmáli. Þess vegna þarf að gefa brjóstabörnum fullt af smágjöfum seinnipart dags en aftur fáar stóra gjafir fyrrihlutann.

Gangi þér sem best.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
3. ágúst 2011.