Spurt og svarað

06. júní 2011

Blöðrusig

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Ég á einn strák sem er fæddur í nóvember 2009 og á nú von á öðru barni í nóvember.  Meðgangan með strákinn gekk rosalega vel og fæðingin sjálf vonum framar en hún tók ekki nema rúma 3 klukkutíma. Eftir fæðingu fór ég þó að finna fyrir miklu óþægindum og var loks greind með blöðrusig. Ráðleggingarnar voru nokkuð einfaldar: Grindarbotnsæfingar, grindarbotnsæfingar og aftur grindarbotnsæfingar.
Eftir miklar æfingar fóru verkirnir og viðurkenni ég að þá hætti ég að gera æfingarnar jafn oft.  Nú finnst mér að þetta hafi ekki alveg jafnað sig.  Hafið þið einhverjar ráðleggingar um hvað ég geti gert fram að fæðingu og í fæðingunni sjálfri til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.  Mun að sjálfsögðu halda áfram að gera grindarbotnsæfingar.


 
Komdu sæl.

Þú svaraðir þér nú alveg sjálf.  Það eina sem þú getur gert er að gera grindarbotnsæfingar eins og þér sé borgað fyrir það.

Ég myndi samt líka mæla með að þú hittir fæðingalækni einhvern tíma á meðgöngunni.  Á öllum heilsugæslustöðvum á Reykjavíkursvæðinu starfa fæðingalæknar.  Þú getur fengið tíma í gegnum ljósmóðurina þína.  

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. júní 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.