Spurt og svarað

20. október 2010

Acidophilus fyrir ungbörn

Ég á þriggja og hálfs mánaða gamla dóttur sem þurfti að fara á fúkkalyf. Mér var bent á að kaupa acidophilus fyrir ungabörn og setja svolítið á geirvörturnar á mér fyrir gjöf til þess að hjálpa maganum hennar. Ég keypti duftið en nú þori ég ekki að nota það fyrr en ég hef fengið ráð hjá fagfólki. Á dósinni stendur að þetta sé Unflavored Non-Dairy Bifidobacterium Infants Powder. Þetta er frá Solaray, keypt í Manni lifandi. Má ég gefa henni þetta?
 
Sæl og blessuð!
Ég þekki ekki nákvæmlega þetta efni en það eru reyndar til mörg önnur í þessum flokki. Það er hins vegar einföld og góð regla varðandi ungabörn. Hún er sú að gefa þeim helst ekkert annað en brjóstamjólk. Þó er undanþága varðandi vítamín, steinefni og lyf ef nauðsyn krefur en í raun ekkert annað. Það eru stundum efni í svona duftum sem geta vakið ofnæmi. Mitt ráð er að bíða þar til hún er orðin 6 mán.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
20. október 2010.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.