Spurt og svarað

26. febrúar 2011

Ælur eftir brjóstagjöf

Heilar og sælar!
 Ég er með sex vikna lítinn strák og mig langar að vita hvort það er eðlilegt að hann æli alltaf eftir brjóstagjöf. Hann er á brjósti og fær ábót fyrir nóttina. En alltaf þegar hann er búin að fá brjóst þá ælir hann og það er töluvert sem kemur, en þegar hann fær ábót eða bara pela í staka gjöf þá ælir hann ekki. Hvað er til ráða og hvað er eðlilegt í þessum málum.
Kv. Steinunn.
 
Sæl og blessuð Steinunn!
Það er mjög misjafnt hve mikið eða hvort börn æla eftir gjafir. Sum æla aldrei neitt. Mörg æla smá með ropanum og svo eru alltaf einhver sem æla þó nokkuð mikið. Það er svosem erfitt að mæla það eða segja til um hvað flokkast sem eðlilegt en ef þau þrífast þá er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af. Það skaðar þau ekkert og eldist bara af þeim. Það er gott ráð fyrir þau sem æla mikið að láta þau ropa snemma í gjöf, jafnvel eftir 1-2 mínútur. Sumar mæður fara þá leið að gefa þeim í litlum skömmtum  með smá hléum. Mér finnst trúlegt að þú finnir þá leið sem hentar þér og þínu barni.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi
26. febrúar 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.