Spurt og svarað

28. maí 2009

Af brjósti á pela

Góðan dag!

Ég á tveggja vikna stelpu sem ég er með á brjósti og gjöfin er einfaldlega ekki að ganga upp og er ég að hugsa um að skipta yfir í þurrmjólk. Ég las einhverstaðar að það sé best að gera það hægt og rólega en nú er hún ekki búin að vera lengi á brjóstinu þannig að ég er að spá hvernig sé best að gera þetta miðað við að hún sé búin að vera á brjósti í 2 vikur?

 


Sæl og blessuð!

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að ráðleggja þér. Það þarf að mínu mati margt að fara úrskeiðis á 2 vikum til þess að brjóstagjöf sé hreinlega hætt þá. En ég verð að gera ráð fyrir að svo sé og að þú sért búin að reyna allt sem hægt er til að laga ástandið. Það er rétt hjá þér að breytingin er yfirleitt gerð nokkuð rólega en það stjórnast reyndar líka af barninu og ástandi brjóstanna. Það er best að taka 1-2 gjafir út af sólarhringnum og láta líða 4-7 sólarhringa á þeim gjafafjölda. Síðan er næsta gjöf tekin út og aftur látnir líða nokkrir sólarhringar. Þannig er þetta gert koll af kolli. Það gæti tekið mun styttri tíma hjá þér þar sem brjóstagjöfin er varla komin almennilega af stað og ekki að ganga upp eins og þú orðar það.

Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
28. maí 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.