Áfengi og brjóstamjólk

13.03.2006

Ég er með smá spurningu um brjóstagjöf og áfengi.  Ég var að lesa á vefnum hjá ykkur að maður eigi aldrei að henda brjóstamjólk. Þannig að ef maður mjólkar sig á meðan maður er að fá sér í glas á maður þá að gefa barninu mjólkina? Er þá í lagi að vera kannski drukkinn og gefa bara barninu brjóstið beint?

.............................................................................................................

Sæl og blessuð.

Nei, það má ekki gefa börnum brjóst þegar maður er undir áhrifum áfengis.  Það er rétt að það á aldrei að henda brjóstamjólk ef að maður kemst mögulega hjá því. Það á heldur ekki að mjólka sig þegar maður er undir áhrifum. Það er þegar áhrifin eru horfin sem má mjólka brjóstin. Þeirri mjólk þarf ekki að henda heldur má gefa hana. Þegar áfengisáhrifin eru mest er líka mest áfengi í mjólkinni. Þegar áhrifin dvína, hverfa þau jafnhratt úr mjólkinni.  Vona að þetta skýri málin.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. mars 2006.