Spurt og svarað

16. júlí 2008

Áfengi og brjóstamjólk. Þurrmjólk í staðinn?

Systir mín var með mér í fríi á Spáni og var með 5 mánaða dóttir sína, henni fannst notalegt að fá sér 1 vínglas með mat í hádeginu og 1-2 vínglös á kvöldin með mat. Í stað þess að gefa brjóst gaf hún barninu pela. Er betra fyrir barnið að fá pela í stað brjóstamjólkur þegar móðirin er búin að neyta áfengis í þessum mæli. Áfengið fer yfir í mjólkina en ég hélt að það væri innan við 2% og svo hélt ég að brjóstamjólkin væri alltaf best eins og ég las í einhverju innleggi um reykingar að það væri betra fyrir barn sem ætti móður sem reykti að vera á brjósti en ekki.


Sæl og blessuð.

Jú, þetta er rétt hjá þér. Það er mörgum sinnum betra að barnið fái móðurmjólkina sína þótt í henni leynist smá vínandi heldur en að fá þurrmjólk. Það ætti að vera lítið mál fyrir flestar mæður að hafa neysluna í lágmarki undir svona aðstæðum og aðeins tímabundið. Þá geta þær með góðri samvisku leyft sér 1-2 glös stöku sinnum.

Góða samviskan skiptir nefnilega máli.

Með bestu kveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. júlí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.