Spurt og svarað

20. október 2005

Áfengisneysla og brjóstagjöf

Sæl og takk fyrir frábæran vef!

Ég las inn á doktor.is eins og hjá ykkur að það sé í lagi að gefa barni brjóst eftir að hafa drukkið áfengi því að áfengi fer úr mjólkinni en auðvitað ekki á meðan að móðirin er undir áhrifum áfengis. En svo stóð aðeins aftar í fyrirspurninni að konur sem að neyta áfengis reglulega jafnvel bara einn bjór eigi í hættu með að börnin séu með minni hreyfiþroska mér finnst þetta svo skrýtið að einn bjór með mat og gefa svo aðeins seinna að það sé ekki í lagi. Eitt rauðvínsglas drukkið á klukkutíma jafnvel 2. til 3. í viku að það sé ekki í lagi og gefa svo ekki fyrr jafnvel tveim þrem tímum seinna?

Með fyrirfram þökk.

...........................................................................

Sæl og blessuð!

Það er alltaf æskilegast að drekka sem minnst af áfengi á meðan barn er á brjósti. Það er þó allt í lagi stöku sinnum við sérstök tækifæri eins og þú hefur greinilega lesið um. Þessi neðanmálsgrein sem þú virðist vera að tala um vísar til þeirra sem finnst freistandi að hafa þetta meira en góðu hófu gegnir eða eru í byrjandi vandræðum með sína drykkju. Þær sækja frekar í að geta drukkið eitthvað á hverjum degi og eiga jafnvel erfitt með að sleppa úr degi. Það sem verið er að segja er að slík stöðug drykkja geti haft slæm áhrif á börnin þótt ekki sé um mikið magn að ræða í hvert skipti. Þetta eru alltaf túlkunaratriði hvað er mikið og hvað of mikið, hvað er oft og hvað er of oft. Þess vegna er verið að reyna að gefa einhvar viðmið.

Með bestu ósk um gott gengi,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
20. október 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.