Afgangur af mjólk á gervörtunum

29.10.2006

Sæl!

Það eru 17 vikur síðan ég hætti með strákinn minn á brjósti en geirvörurnar á mér eru ennþá harðar. Það er svona eins og það sé afgangur af mjólk á gervörtunum. Ég vona að þú skiljir mig. Ég finn ekki leka úr brjóstunum, en það er samt alltaf þetta harða á gervörtunum.  Ég var að hugsa um hversu lengi það sé eðlilegt að þetta sé og hvort að það sé eitthvað sem ég get gert til þess að þetta hverfi.

Takk fyrir.

Kveðja, Elín.


Sæl og blessuð Elín.

Ég vona að þú hafir lesið það sem ég hef skrifað áður um áframhaldandi örlitla mjólkurframleiðslu. Þetta er sjálfsagt mjólk sem lekur hjá þér. Eða hún lekur náttúrlega ekki lengur heldur smáýrist hún út og verður að kristöllum framan á vörtunni. Þú skalt bara láta þetta vera. Bara láta þetta þvost af í sturtunni. Það er erfitt að segja til um hve lengi þetta varir. Það skiptir máli hvernig þú hættir brjóstagjöfinni. Þetta getur staðið í nokkra mánuði en ætti þó að fara smá minnkandi.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
29. október 2006.