Spurt og svarað

04. júní 2009

Aftur varðandi að léttast í brjóstagjöf

Sælar aftur!

Ég er nýbúin að senda fyrirspurn varðandi hversu hratt er æskilegt að léttast við brjóstagjöf og þakka kærlega fyrir það svar. Þegar ég las það sem skrifað var vaknaði hjá mér önnur spurning: Er kannski best að sleppa því að reyna að léttast þar til brjóstagjöf er alfarið lokið, upp á þessi óæskilegu efni í fitunni okkar? Ég hafði hugsað mér að halda áfram a.m.k. til 1 árs aldurs barnsins(núna tæplega 7 mán.) Ég á eldra barn sem fékk mjólkurofnæmi á fyrsta æviári og hef þess vegna ætlað mér að bíða með að gefa þessu barni kúamjólk þar til það er orðið eins árs.

B.k, I.


 

Sæl og blessuð aftur I.

Það má segja að almennt og yfirhöfuð sé ekki besti tíminn til að fara í megrun þegar brjóstagjöf stendur yfir. Það er hins vegar ekkert sem mælir gegn því ef rólega er farið í sakirnar. Hver kona fyrir sig verður að meta hvort það hasti svo mikið eða að vandamálið sé það stórt að þessi tími sé notaður.

Það er mjög gott að þú skulir ætla að halda brjóstagjöfinni áfram til að forðast ofnæmi og það gefur vissulega ákveðna vörn (fyrir utan alla hina kostina). Hún er þó alls ekki fullkomin því mjólkurprótín sem móðir innbyrðir kemst yfir í móðurmjólk og getur kveikt á ofnæmiskerfinu. Það er líka nóg að barnið hafi fengið þurrmjólk í 1 skipti snemma til að kerfið sé orðið virkt. Ef það hefur ekki gerst er gott að þú bíðir til 1 árs aldurs áður en barnið fær kúamjólkina beint.

Með bestu óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
4. júní 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.