Áhrif á ónæmiskerfi barna

11.07.2010

Hæhæ, takk fyrir frábæran vef!

 Mig langar að forvitnast um þurrmjólkurábót og áhrif hennar á ónæmiskerfi ungabarna. Ég fékk þær upplýsingar frá ljósmóður þegar ég var með nýfædda dóttur mína að ef hún fengi þurrmjólkurábót kæmi dýfa í ónæmiskerfið. Það sem mig langar að vita er hversu mikil áhrif þurrmjólkurábót getur haft á ónæmiskerfið, hversu lengi eru þau að ná sér aftur og um hvaða aldur gildir þetta?

Bestu þakkir.


 

Sæl og blessuð!

Þetta er rétt sem ljósmóðirin þín hefur sagt þér. Það er hins vegar ómögulegt um það að segja hversu mikil áhrif ábót hefur. Það er þó nokkuð víst að mestu áhrifin eru fyrstu vikurnar þegar barnið er veikast fyrir. Þetta gildir þó allan tímann þar til ónæmiskerfið styrkist mjög en það er um 6 mánaða aldurinn. Þess vegna m.a. er miðað við að byrja að bjóða aðra fæðu eftir 6 mánaða aldurinn. Spurningin um það hversu lengi þau eru að ná sér aftur. Það er talið vera um 2 vikur.

Vona að þetta hjálpi.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. júlí 2010.