Áhrif brjóstagjafar á líkamann

26.02.2012

Mig langar að vita hvað gerist í líkamanum við brjóstagjöf. Eftir að ég byrjaði með strákinn minn á brjósti hef ég fengið þurrkubletti og er þurr á fótum og höndum. Stundum fæ ég ógleði og svo lendi ég í kulda/hitaköstum á kvöldin. Er þetta eitthvað sem tengist brjóstagjöfinni?


 

Sæl og blessuð!

Það gerist auðvitað heilmikið í líkamanum í brjóstagjöf og það tengist þá mest því hormónaflæði sem henni fylgir. Þessi einkenni eru mest fyrstu vikurnar en dofna svo smátt og smátt. Það eru svo enn sterkari hormónasveiflur sem verða af því að meðgöngunni er lokið og líkaminn vinnur að því að koma öllu í fyrra horf aftur.

Þurrkur á húð hefur fyrst og fremst með aðbúnað húðarinnar að gera bæði að utan og innan og er auðvelt að laga. Ógleði getur verið af ýmsum orsökum en er líklegt að lagist með tímanum sérstaklega ef það tengist brjóstagjöfinni. Hita og kuldaköst eru talin geta tengst eftir fæðingar hormónaflæði og mun líka jafna sig.

Með bestu óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. febrúar 2012