Spurt og svarað

25. október 2009

Alltaf á brjósti

Hæ!

Ég á 17 daga gamla stelpu og ég var að velta fyrir mér hvort það væri möguleiki að ég sé ekki að mjólka nógu mikið. Hún liggur gjörsamlega á brjóstinu stanslaust. Allar vinkonur mínar sem eiga börn eru að gefa sínum börnum á 2-4 tíma fresti en mín dugar sko alls ekki í 2 tíma án þess að drekka. Hún er á brjóstinu í minnsta lagi 30 mínútur og fer af í sirka 5-20 mín og byrjar þá að leita eftir brjóstinu. Er þetta eðlilegt?

 


Sæl og blessuð!

Þetta er í sjálfu sér ekkert svo óeðlilegt á þessum aldri. Þetta gæti þó bent til að hún hafi ekki nógu gott grip á vörtunni. Þú þarft að læra tækni til að setja vörtuna lengra inn í munninn á henni. Þá verður auðveldara fyrir hana að ná meiri mjólk á styttri tíma. Það er ekkert sem bendir til að mjólkurframleiðslan sé ekki næg.

Gangi þér sem best.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. október 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.