Alltaf á brjósti

25.10.2009

Hæ!

Ég á 17 daga gamla stelpu og ég var að velta fyrir mér hvort það væri möguleiki að ég sé ekki að mjólka nógu mikið. Hún liggur gjörsamlega á brjóstinu stanslaust. Allar vinkonur mínar sem eiga börn eru að gefa sínum börnum á 2-4 tíma fresti en mín dugar sko alls ekki í 2 tíma án þess að drekka. Hún er á brjóstinu í minnsta lagi 30 mínútur og fer af í sirka 5-20 mín og byrjar þá að leita eftir brjóstinu. Er þetta eðlilegt?

 


Sæl og blessuð!

Þetta er í sjálfu sér ekkert svo óeðlilegt á þessum aldri. Þetta gæti þó bent til að hún hafi ekki nógu gott grip á vörtunni. Þú þarft að læra tækni til að setja vörtuna lengra inn í munninn á henni. Þá verður auðveldara fyrir hana að ná meiri mjólk á styttri tíma. Það er ekkert sem bendir til að mjólkurframleiðslan sé ekki næg.

Gangi þér sem best.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. október 2009.