Spurt og svarað

02. mars 2008

Aloa vera safi og brjóstagjöf

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég er að spá í því hvort það sé í lagi að drekka aloa vera safa með barn á brjósti? Ég er búin að vera að drekka 60ml alla morgna núna í rúmar tvær vikur og þeir sem selja þessar vörur segja það í lagi en þeir eru jú sölumenn. Ég fór að spá í þessu í gær vegna þess að mér fannst vera svolítið undarleg lykt úr munninum á dúllunni minni sem er 11 vikna gömul. Ég fór að þefa af munni hennar vegna þess að hún fór að gráta uppúr þurru, en bara í smá stund samt. Annars líður henni voða vel. Ég vil bara vera viss um að þetta sé ekki slæmt fyrir magann á henni, því þetta er mjög basískur safi.

Kveðja, Birna.Sæl og blessuð Birna.

Já,það er allt í lagi að drekka Aloa Vera. Það er ekki skrýtið að það komi lykt af mjólkinni eða út úr barninu. Það gerir það gjarnan af lyktsterkum mat og er í góðu lagi. Þetta er eitt af því sem undirbýr börn til að borða fjölbreyttan mat eftir að móðurmjólkinni sleppir en vantar algjörlega í þurrmjólk. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. mars 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.