Aloa vera safi og brjóstagjöf

02.03.2008

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég er að spá í því hvort það sé í lagi að drekka aloa vera safa með barn á brjósti? Ég er búin að vera að drekka 60ml alla morgna núna í rúmar tvær vikur og þeir sem selja þessar vörur segja það í lagi en þeir eru jú sölumenn. Ég fór að spá í þessu í gær vegna þess að mér fannst vera svolítið undarleg lykt úr munninum á dúllunni minni sem er 11 vikna gömul. Ég fór að þefa af munni hennar vegna þess að hún fór að gráta uppúr þurru, en bara í smá stund samt. Annars líður henni voða vel. Ég vil bara vera viss um að þetta sé ekki slæmt fyrir magann á henni, því þetta er mjög basískur safi.

Kveðja, Birna.Sæl og blessuð Birna.

Já,það er allt í lagi að drekka Aloa Vera. Það er ekki skrýtið að það komi lykt af mjólkinni eða út úr barninu. Það gerir það gjarnan af lyktsterkum mat og er í góðu lagi. Þetta er eitt af því sem undirbýr börn til að borða fjölbreyttan mat eftir að móðurmjólkinni sleppir en vantar algjörlega í þurrmjólk. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. mars 2008.