Aloe Vera á sárar geirvörtur

10.07.2006

Var að velta því fyrir mér hvort að það væri óhætt að setja Aloa Vera plöntuna á sárar geirvörtur. Litla dúkkan mín er 5 daga gömul og hún er rosalega dugleg að drekka en hún var eitthvað að taka vörtuna vitlaust fyrst þannig að ég er orðin það aum og sár í geirvörtunum að ég bara grenja við hverja brjóstagjöf og er farin að kvíða fyrir henni. Aloa vera er náttúrulega græðandi planta en er óhætt að barnið fái hana upp í sig.

Með kveðju.


Sæl og blessuð.

Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar notkun Aloa Vera ef varlega er farið en það er líka frekar ótrúlegt að það geri mikið gagn. Ef barnið er að taka vörtuna vitlaus þá er það orsökin fyrir sársaukanum og það er það sem þarf fyrst og fremst að laga. Fáðu aðstoð við að læra að leggja vörtuna betur upp í barnið og þá fer ástandið að skána. Það getur líka hjálpað að hirða vörturnar á ákveðinn hátt.

Með von um skjótan bata,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9. júlí 2006.