Aloe Vera safi og brjóstagjöf

25.08.2008

Mig langar að vita hvort að það sé í lagi að drekka Aloe Vera safann frá Forever Living Products með barn á brjósti? Ég veit það er ekki mælt með því að barnshafandi konur drekki hann en ég hef ekkert fundið um hann og brjóstagjöf.


Sæl og blessuð.

Það ætti að vera í lagi að drekka Aloa vera safa. Lestu bara vel utan á glasið um innihaldslýsingu og passaðu að efni séu ekki í óþarfa ofgnótt.

Gangi þér vel.       

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. ágúst 2008.