Asetophilus

08.02.2009

Hæ hæ!

Mig langaði að spyrjast fyrir um asetophilusgerla og brjóstagjöf. Ég heyrði að það væri gott fyrir móðurina að taka asetophilusgerla áður og á meðan maður er að mjóllka. Á að vera gott fyrir magaflóruna og berst með móðurmjólkinni til barnsins.

 


Sæl og blessuð!

Acidophilus er notaður til að reyna að hjálpa þarmaflóru sem verður fyrir raski. Oft eru þetta hylki sem tekin eru inn en er líka til á öðru formi. Stundum er mælt með töku Acidophilus ef mæður þurfa að fara á sýklalyfjakúr, því sýklalyf hafa stundum slæm áhrif á þarmaflóru. Það hefur sennilega voða lítið að segja að taka inn Acidophilus ef þarmaflóran er í lagi. Og Acodophilus fer ekki yfir til barnsins.

Vona að þetta svari spurningunni.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
8. febrúar 2009.