Astazan og brjóstagjöf

05.06.2011
Góðan dag og takk fyrir góðan vef!
Ég ætlaði að forvitnast um hvort það væri í lagi að taka Astazan með barn á brjósti?
Kv. Margrét .

 
Sæl og blessuð Margrét!
Það er ágæt regla að byrja ekki á neinum lítt þekktum efnum fyrr en eftir að barnið hefur náð 3ja-6 mánaða aldri. Það er líka mikilvægt að lesa sér vel til um skammta og innihald. Það ætti að vera í lagi með þetta efni en passaðu að taka ekki inn meira af E-vítamíni.
Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5 júní. 2011.