Átaksnámskeið eftir fæðingu

05.11.2006

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé of mikið að skella sér á átaksnámskeið á meðan maður er með barn á brjósti. Hef heyrt að maður geti misst mjólkina ef áreynslan sé of mikil í líkamsrækt.
Það eru 7 vikur síðan ég átti. Ætti ég kannski frekar að byrja á því að fara bara sjálf í ræktina og auka svo álagið jafnt og þétt eða skiptir þetta kannski bara engu máli hvað mjólkina varðar.

Kveðja, íþróttaálfurinn.


Sælar!

Ég held að það sé betra að byrja á því að fara í ræktina sjálf og auka álagið jafnt og þétt. Það eru margar konur sem stunda líkamsrækt með barnið á brjósti og það er í lagi og mjólkin á ekki að minnka við það. Aðalatriðið er að byrja rólega og auka þjálfunina hægt og rólega. 

Bestu kveðjur, og gangi þér vel,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. nóvember 2006.