Spurt og svarað

25. febrúar 2008

Augnþurrkur vegna brjóstagjafar?

Hæ og takk fyrir góðan vef!

Ég er með einn 3 mánaða á brjósti og það gengur rosalega vel með það en ég er sjálf að drepast úr augnþurrki. Þetta hefur verið að ágerast hægt og rólega síðan ég byrjaði með á brjósti og nú er svo komið að ég er öll rauð og bólgin í kringum augun og er að fá rosaleg kláðaköst. Ég var að velta því fyrir mér hvor að þetta gæti verið útaf brjóstagjöfinni sjálfri. Alla vega hef ég aldrei verið svona áður og mér líður mjög illa útaf þessu líkamlega og andlega, ég vill helst ekki vera mikið innan um fólk því þetta sést og ég lít frekar illa út. Það hefur verið talað um að slímhúðir geti þornað þegar maður er með á brjósti en fyrr má nú vera! Ég hef farið til augnlæknis og heimilislæknis og það eina sem þeir mæla með eru gervitár og það er bara ekki að virka. Eru til einhver góð ráð við þessu annað en gervitár og drekka meira?

Kveðja, Óskamamma.Sæl og blessuð Óskamamma!

Ég veit ekki til þess að augnþurrkur geti eitthvað tengst brjóstagjöf. Mér dettur ekkert í hug sem gæti hjálpað þér því miður. Ég veit að gervitár hjálpa sumum. Ég hefði haldið að þetta væri verkefni fyrir augnlækni. Vona að þú fáir lausn þíns vanda.             

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. febrúar 2008.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.