Spurt og svarað

12. nóvember 2020

Útferð

Góðan daginn Ég er komin sirka 4 vikur og 2 daga og síðustu daga hef eg verið með svolitla útferð, hvít og glær en hef aldrei upplifað svona mikla útferð! Engir verkir en fæ stundum svona togverki eða eitthvað svipað, veit ekki alveg hvernig sg a að lýsa því! Ég missti fóstur fyrr á árinu svo það þarf lítið til þess að stressa mig upp... er þetta eðlilegt?

Sæl
Útferðin breytist oft á meðgöngu og eykst. Oft eykst hún svo enn frekar í lok meðgöngunnar og þynnist. Mikil hvít útferð getur verið einkenni sveppasýkingar. Ef útferðin er illa lyktandi eða verður gul/græn ættiru að láta kíkja á það. 

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af aukinni útferð sem er glær (ljós) og lyktar ekki illa.  

Togverkir í nára eru eðlilegir og tengjast því að legið og það teygist á liðböndunum sitthvorumegin við legið (þau fjórfalda lengd sína á meðgöngunni). 

Skiljanlega ertu stressuð eftir fósturmissi, en allar líkur eru með þér að allt gangi vel núna. 

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.