Spurt og svarað

12. nóvember 2020

Túr eftir fædingu med barn á brjósti

Sælar. Ég er ad velta einu fyrir mér. Ég átti strákinn minn fyrir um 4 og hálfum mánudi. Hann er engöngu á brjósti og hefur alltaf verid. Drekkur reglulega yfir daginn og á nóttinni. Nú var ég ad byrja á túr og á frekar miklum túr. Er edlilegt ad byrja svona snemma á túr aftur ef madur er med barnid á brjósti? Hef heyrt ad sumar byrja ekki fyrr en þær hætta med barnid á brjósti. Hver er ástædan fyrir ad byrja mikid fyrr en adrar og getur þad haft slæm áhrif á brjóstagjöfina?

Sæl 

Það er alveg eðlilegt að byrja á blæðingum rúmum fjórum mánuðum eftir að barnið fæðist. Þetta er mjög misjafnt. Flestar konur sem eru ekki með barn sitt á brjósti byrja á blæðingum innan þriggja mánaða en þær sem eru með barn sitt á brjósti aðeins seinna. 

Stundum getur þetta tengst því hversu ört og reglulega barnið er að drekka yfir sólarhringinn. Þannig eru meiri líkur á byrja á blæðingum   ef barnið er farið að sofa um nóttina án þess að drekka í langan tíma. 

Blæðingar ættu ekki að hafa áhrif á brjóstagjöfina sjálfa, en þær geta verið óreglulegar fyrstu mánuðina. 

Bestu kveðjur, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.