Spurt og svarað

02. júlí 2007

Aumar vörtur sem skreppa saman

Sælar ágætu ljósmæður!

Ég var að velta fyrir mér varðandi brjóstagjöf og aumar geirvörtur. Ég er með mánaðar gamalt barn og er ferkar aum í vörtunum ennþá.  Brjóstagjöfin hefur gengið mjög vel og fékk sama og engin sár á vörturnar í upphafi en þegar ég var með hin 2 börnin mín á brjósti fékk ég frekar slæm sár í upphafi.  Núna þegar barnið er að taka brjóstið í upphafi gjafar er það pínu sárt en hverfur svo en vartan en alltaf aum t.d. ef kemur hrollur í mig þá finn ég svo vel fyrir því þegar vörturnar skreppa saman, eins þoli ég ekki snertingu á vörtunum.  Er eitthvað sem hægt er að gera til að laga þetta?

Kærar þakkir.


Sælar!

Geirvörturnar geta verið aumar fyrstu vikurnar með barnið á brjósti - eins og þú lýsir því, en oftast lagast þetta með tímanum. Það er eins og skinnið í geirvörtunum þurfi sinn aðlögunartíma. Mér sýnist á því sem þú lýsir að barnið sé að taka geirvörtuna rétt, það er oft eymsli í upphafi gjafar sem hverfur svo. Það er alltaf gott að láta lofta um geirvörturnar daglega og passa að þær séu ekki mikið í raka - oft er eins og geirvörturnar soðni og verði viðkvæmar ef rakur púði er lengi við þær (ég þekki dæmi þess).

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. júlí 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.