Spurt og svarað

08. janúar 2021

12.vikur- hætta vinna

Góðan daginn Dóttir mín er komin með 12.vikur Og henni er ráðlagt að hætta að vinna því það er búið að vera mikið álag á líkamann. Hvernig fer hún að tekjulega séð. Og geta fengið fullt fæðingarorðlof með barninu þegar það fæðist. Þetta er fyrsts barn. Hún var ekki með vinnu snemma á síðasta ári út af covid. Svona áhyggjur eru alveg að fara með hana andlega. Kv Katrín

Sæl
Ég mæli eindregið að hún hafi samband við sitt stéttafélag varðandi réttindi sín. Ef hún á uppsafnaðan veikindarétt myndi hún nýta hann fyrst. Eftir það á hún rétt á sjúkradagpeningum og jafnvel framlengingu á fæðingarorlofi ef hún mun ekki byrja að vinna aftur á meðgöngunni. 

Það væri líka sniðugt fyrir hana að ræða þetta við sína ljósmóður í mæðravernd og fá ráðleggingar hjá henni. Oft geta félagsráðgjafar hjálpað manni við að finna út úr því hvaða leið er best að fara. 

Gangi ykkur vel . 

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.