Spurt og svarað

11. janúar 2021

Bio Effect húðdropar

Góðan dag, Mig langaði að athuga hvort það væri öruggt að nota húðdropana frá íslenska merkinu Bio Effect á meðgöngu. Á heimasíðunni þeirra eru þessi innihaldsefni listuð upp: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1) Með fyrirfram þökk, Sigrún

Sæl 
Þetta eru þær upplýsingar sem BioEffect gefur út varðandi notkun á meðgöngu; 

BIOEFFECT EGF SERUM húðdroparnir innihalda engin efni sem eru á listum yfir innihaldsefni í húðvörum sem ber að varast á meðgöngu. Að auki eru öll innihaldefni BIOEFFECT EGF SERUM dropanna lögleg efni í snyrtivörum skv. tilskipun Evrópusambandsins nr. EC No 1223/2009. Það hafa þó engar sérstakar rannsóknir verið gerðar á notkun BIOEFFECT EGF SERUM húðdropanna á meðgöngu. Við ráðleggjum ófrískum konum að ráðfæra sig við lækni áður en þær hefja notkun á BIOEFFECT EGF SERUM húðdropunum.

Það ætti því að vera óhætt að nota dropana á meðgöngu. 

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.