Spurt og svarað

14. febrúar 2021

Blæðingar eftir fósturlát

Hæ. Ég fór í glasameðferð hér í janúar 2021. Sótt voru egg hjá mér. Eggin síðan frjóvguð og sett var 1 upp á sinn stað. Nema síðan fer að blæða sirka 9 dögum síðan og alveg mjög mikið og alveg í 8 daga á fullu. Ég tala við læknana og hjúkrununafræðingana hjá þeim og var send í blóðprufur til að vita hvort allt væri eðlilegt með þungunina og sagt var að sónar myndi ekki sýna neitt á þessum tíma. Nema hvað allt benti til að ég væri ófrísk óháð þessu miklu blæðingum og læknirinn sagði mér bara að trúa þessum góðu fréttum. Eftir þessar fréttir átti ég að fara í fyrsta sónar eftir 3 vikur. Eftir þessa 8 daga á mjög miklum blæðingum kom 3 daga pása af blæðingunum og byrjaði aftur að blæða og er ég ennþá á þeim og var með ógeðslega verki á meðan. Þannig eftir mikla beiðni um að láta skoða þetta nánar fékk ég að koma í sónar og þá fannst ekkert fóstur í leginu. En mín spurning er hvað er eðlilegt að líkaminn sé lengi að losa sig sjálfur við fóstur leyfar án aðstoða lyfja til að hreinsa restina af fóstrinu út? Sérstaklega þegar maður var á lyfi til að gera slímhúð legsins þykkri sem í rauninni var það sem blekkti öll þungunarpróf og blóðprufurnar sem ég fór í. 23 dagar eru komnir á blæðingum í heildina sem er alveg agalegt. Þetta er farið að minnka en er ennþá samt sem áður. Mínus verkirnir. Hvað má ég búast við þessu í marga daga í viðbót? Með fyrir fram þökk.

Sæl, leiðinlegt að heyra með fósturlátið. Eðlilegt er að blæða í 2-3 vikur eftir fósturlát, sjá fræðslubækling Landspítala um fósturlát. Það er gott að heyra að blæðingarnar séu farnar að minnka, vonandi klárast þær þá fljótlega, en ef þær halda áfram að vera ríkulegar eða verða það aftur er rétt að hafa samband við þinn lækni. Gangi ykkur vel.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.