Spurt og svarað

16. febrúar 2021

Covid bóluefni

Hæhæ. Mig langaði að forvitnast því ég las þetta, heil­brigðisþjón­usta enska rík­is­ins (NHS) mæl­ir með að kon­ur sem ætla sér að verða þungaðar inn­an þriggja mánaða, eru þungaðar eða með barn á brjósti bíði með að þiggja bólu­setn­ingu. Við hjónin erum að reyna að eignast okkar 3 barn og það á að bólusetja í vinnunni hjá mér í þessari viku bíst ég við. Ég veit ekki hvort ég er orðin ólétt og því á báðum áttum hvort ég ætti að þiggja bólusetningu eða ekki. Er hægt að fara og láta ath hvort getnaður hafi átt sér stað svona snemma, eða fyrir 4 vikurnar? Þvi maður veist víst aldrei hvað það tekur mann langan tíma að verða þunguð.

Sæl, því miður höfum við engin tæki og tól til að meta hvort þungun sé til staðar fyrir 4 vikur. Á þeim tíma er frjóvgaða eggið enn á ferðalagi niður eggjaleiðarann og að taka sér bólfestu í leginu, það er ekki fyrr en það hefur fest sig 6-12 dögum eftir getnað sem líkaminn fer að framleiða þungunarhormónið og það tekur nokkra daga að ná upp styrkleika svo að þungunarpróf og blóðprufur nemi það.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.